þriðjudagur, febrúar 26

og við hittumst fyrir utan húsið...

ég átti YNDISLEGASTA konudag í HEIMI.
Minn yndislegi rauðhaus vakti mig með bakkelsi í rúmið og þar sem þetta var konudagur allra kvenna þá buðum við systur minni og örnu minni einnig upp á rjúkandi heitt kaffi og bakkelski. því næst var skundað upp í rebekku og ferðinni var heitið í grafarvogslaug, undirrituð fór jómfrúarför sína þangað og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. sérstaklega ekki þegar heltönnuð 22 kg 49 ára gamli sundlaugarvörðurinn smúlaði mig með köldu vatni þegar ég stóð nakin og hundblaut og sagði svo í símann "marcia, i know that i have people that love but thats just not enough".
ahemm.
einmitt. sundlaugarvörður að smúla mig nakta með "issues" og að ræða það svona í símann fyrir allra eyrum.
hvað um það.
næst lá leiðin upp á þingvöll í gullfallegu veðri og glampandi sólskini. þar tókum við góðan göngutúr og mér var bjargað frá drukknun við fossinn og þingvallavatn. það er bara svo gaman að hoppa á klakanum og reyna láta hann brotna! en kannski ekki það gáfulegasta..hmmm

eftir mikla útiveru tók ég mér kríu í rebekku og rauðhausinn skundaði með stelpurnar sínar á Hótel Rangá, hvorki meira né minna!
ég réð mér varla fyrir kæti og brosti allann hringinn, ef það er eitthvað sem mér leiðist ekki þá eru það suprise og hótel. ég elska hótel. ég elska suprise.

inn var komið í ofurfallegt og rómantíkst hótelherbergi með súkkulaði á koddanum (meira að segja tvö á mann) og okkar eigin svölum og risa nudd hornbaðkari og tveimur hvítum sloppum.... mmmmm... það vara bara kósí og áfram brosti ég allan hringinn.
ekki nóg með þetta allt saman heldur fékk ég líka gjöf....
minn ofur ofur rómantíski strákur sem þekkir mig eins og litlu tá hafði tekið allt bloggið mitt (þetta blogg) fyrir árið 2007 og bundið það inn í bók með commentum og myndum!
Mín fyrsta bók!!!
ég varð bara klökk við þessa frábæru gjöf og réð mér ekki fyrir kæti.
gat þetta batnað?

auðvitað.
borðuðum yndislegan kvöldmat, fórum í róandi nuddbað og svo út að horfa á stjörnurnar vafin inn í sæng....

vá hvað þetta var allt ótrúlega frábært...
morgunverðarhlaðborðið næsta dag var svo cherry on top þar sem ég gat gert mínar eigin vöfflur með sírópi.
fullkomnun.
eina orðið sem kemur upp.

að öðrum gleðifregnum, elsan mín og helgi eru búin að fjölga um einn og fengu þau stelpu í gær. er þetta nú orðinn fjögurra manna fjölskylda með systrum. hlakka mikið til að knúsa þessa fallegu fjölskyldu.
við fórum einmitt í afmæli til pabba hennar elsu um helgina og voru hjálmar þar mættir til að halda uppi stemmingu, ekki verra :) ofsalega mikið skemmtilegt, greyið elsa var reyndar að springa en náði að losa eftir helgina.

annað í fréttum eru veikindi að baki, einkaþjálfun sem aldrei virðist taka enda, berlínarferð, sumarbústaðarferð fyrir tveimur helgum sem var yndislega og ofurrómantíks og veitingastaðurinn Brons sem ég mæli með í gríð og erg.
ég er svo rómantísk og ástfangin að allt er yndislegt.
fólk sem er viðkæmt er því hérmeð varað við, ég er "´óþolandi" væmin þessa dagana.

hjálmar um helgina og fermingarvinna með papabear.

siggadögg
-sem af lekur hamingja-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá hvað þið eruð óþolandi. Ég er samt mjög þakklát fyrir pity-kaffið á konudaginn, ég kunni mjög vel að meta það.
Bannað að beila á Sweeny á morgun!!!
A.